top of page
Search

Sigurvegarar KHF 2025

  • khfbio
  • Mar 19
  • 1 min read



Kvikmyndahátíð framhaldsskólanna var haldin síðustu helgi (15.-16. mars) í Bíó paradís, og voru þar sýndar 23 stuttmyndir. Þetta var svo gaman og við viljum þakka öllum sem hjálpuðu með að láta þessar æðislegu stuttmyndir verða að veruleika og þeim sem komu í Bíó paradís að horfa á þær.


Hér eru sigurvegararnir:


Besta mynd - Sápa eftir Ísak Magnússon (Borgarholtsskóli)

Besta handrit - Sindri Þrastarson fyrir Kvöldmatur (Borgarholtsskóli)

Besti leikur - Sindri Sigfússon í Sápu (Borgarholtsskóli)

Besta myndataka - Unnar Darri Magnússon fyrir Kvöldmatur (Borgarholtsskóli)

Besta tæknilega útfærslan - Sápa (Borgarholtsskóli)

Hildarverðlaunin fyrir bestu tónlist - Matthías Pétursson fyrir Draumar (Tækniskólinn)

Áhorfendaverðlaun laugardags - Kvöldmatur eftir Sindra Þrastarson (Borgarholtsskóli)

Áhorfendaverðlaun sunnudags - Sæmundur Fróði og Svartaskóli eftir Jökul Björgvinsson (Verzlunarskóli Íslands)


Sérstaka viðurkenningu fengu strákarnir frá Selfossi fyrir sérlegan metnað í kvikmyndagerð en þeir voru með fjórar myndir á hátíðinni:

Beint í hælinn: Sketsaþáttur, Drengirnir okkar, “Ég er sá sem bankar” og Yfirheyrslan (Fjölbrautaskóli Suðurlands)


Svo að lokum voru í fyrsta skipti veitt verðlaun á hátíðinni fyrir bestu framleiðsluna en þau hlaut Sápa, framleiðandinn var Óliver Tumi Auðunsson.

 
 
 

Recent Posts

See All
Það styttist í khf 2025!

Það eru 18 dagar í hátíð, við erum í fullu stuði að undirbúa og orðin svakalega spennt! Okkur Hlakkar til að sjá ykkur! Áfram KHF!

 
 
 
Opið fyrir umsóknir á KHF 2025

Það er opið fyrir umsóknir á Kvikmyndahátíð Framhaldsskólanna 2025. Umsóknarfrestur er til 2. Des 2024 en athugið að myndin þarf ekki að...

 
 
 

Comments


© 2019

bottom of page