
Acerca de
KHF í heimsókn frestað tilkynnt síðar hér á síðunni
eins dags námskeið og hátíð


ma og vma
Námskeið
í
kvikmyndagerð
2023
Sýndar
verða verðlauna-
myndir
frá
fyrri hátíðum
akureyri
ma og vma
5. nóv.
2022

Svarðu hér nokkrum spurningum
Hér
Kvikmyndahátíð framhaldsskólanna - KHF heimsækir framhaldsskóla á landsbyggðinni í vetur. Þann 5. nóvember verða aðstandendur hátíðarinnar á Akureyri og kynna hátíðina fyrir norðlenskum ungmennum.
Í þessum heimsóknum býður KHF jafnframt upp á stutt námskeið í kvikmyndagerð þar sem farið verður lauslega í gegnum helstu atriðið í gerð kvikmynda eins og kvikmyndatöku, handritsskrif, upptöku á leiknu efni og klippingu. Nemendur á námskeiðinu vinna mínútumynd og nota símann sinn til upptöku á kvikmynd sinni. Nánast allir eru með hágæða kvikmyndatökuvél í vasanum. Kvikmyndavél verður til láns ef þarf.
Skráðu þig hér að neðan samkvæmt leiðbeiningum, eða sendu SMS á 7702010 með nafni og netfangi þínu.
Í lok námskeiðs verður haldin smá hátíð. Fyrst verða frumsýndar mínútumyndir þátttakenda á námskeið KHF og síðan nokkrar valdar stuttmyndir sem hafa unnið til verðlaun á fyrri KHF hátíðum. Þetta eru verðlaunamyndir frá hátíðinni í mars s.l. sem og besta stuttmyndin frá 2021 og 2018. Jafnframt sýnum við verk í vinnslu eftir verðlaunahafa 2018, en þau vinna nú að nýrri kvikmynd.
Leiðbeinendur eru: Þór Elís Pálsson, Guðmundur Elí Jóhannesson og Carmela Torrini ásamt kennurum frá MA og VMA.